Bókakynning
Bókakynning

Arfleifð óttans

Nýlega kom út fyrsta skáldsagan mín sem ber nafnið, Arfleifð óttans. Hér getur þú lesið umsagnir lesenda og séð bókarkápu. 

Nú er ég búinn að lesa bókina aftur, mitt eigið eintak, og dómurinn er hinn sami, kannske með aukinni áherzlu. Sögu þessa þarf að segja, hún er tímabær og á erindi við fólk núna, hún er svo vel sögð að manni koma í hug þau orð sem höfð eru eftir Karen Blixen ( annarri uppáhaldsstúlku ): sé sagan vel sögð, ómar kyrrðin að henni lokinni, sé hún hins vegan miður heppnuð, verður aðeins þögn ! Stíllinn á frásögninni fellur mér einkar vel í geð, svona fallega skrifað held ég sé einungis á færi ljóðskálds, ljóðskáldin lífga tunguna, halda henni við, halda henni á loft og endurskapa í sífellu. Tungan geymir alla speki mannsins, er ekki öll verðmæt speki einmitt alþýðuspeki (?), enda verður engin speki almannaeign sé hún ekki fönguð á lifandi tungu. Falleg ljóðlína eða snilldarlega skipuð setning í óbundnu máli vekur hrifningu sem ofar stendur allri skilgreiningu, ræsir "sockerdricka längs hela ryggraden", og ósjaldan verður manni á að finnast að aldrei hefði maður sjálfur haft tilfinningalegt hugarflug til að mynda slíkt listaverk Hrynjandin, tónlistin eru einkar heillandi, eins konar yfirtónar ljóðlínanna, en orðavalið er líka snilldarlegt og ekki á margra færi; mér virðist það einkenna vel heppnað orðaval skáldsins að það kemur enginn hnykkur á framsögnina, hún verður ekki stakkató eins og ég hygg það sé kallað í tónlistinni, rangt orð eins og skrattinn úr sauðaleggnum veldur því að illmögulegt verður að muna ljóðið lengi, þótt manni takist að leggja það á skammtímaminnið um hríð. Þannig finnst mér stíllinn á frásögninni þinni að sérhver setning sómdi sér vel sem ljóðlína í ljúfu kvæði; annað ótrúlega skýrt einkenni stílsins er það, að maður lifir sig svo inn í hugarheim Hönnu litlu að manni finnst maður hugsa hugsanir hennar eða hún manns eigin. Svo er sagan mér ennfremur einkar kær því að hún lýsir svo vel því fóki sem ég ólst upp með og kjörum þess, lýsir menningu sem var mín, gekk mér í merg og bein, en er núna sópað "út á tímans gráa rökkurveg", svo lánað sé frá Jónasi Árnasyni sem einnig kunni að skrifa fallega um það fólk sem var okkar og gerði okkur að því sem við urðum með fordæmi sínu til orðs og æðis. Bókin þín um Hönnu litlu minnir mig á prósaljóð, hvert orð og hver setning svo vel valin og sköpuð að verkar á mig eins og langt, fallegt ljóð um fagurt mannlíf og fólk; fagurt mannlíf einkennir líklega það fólk sem ekki drekkir mennsku sinni í peningum.

Var að lesa nýútkomna skáldsögu “Arfleifð óttans” eftir Austfirðinginn Unni Sólrúnu Bragadóttur og get ekki látið vera að fara um hana nokkrum orðum. Mögnuð lesning. Verkið er skáldskapur sem byggir á óljósum brotum bernskuminninga höfundar frá lífi fátækrar fjölskyldu í íslensku sjávarþorpi á sjötta áratugnum. Bókin er glæsilegur minnisvarði um konu sem fædd er í sárustu fátækt eftir fyrra stríð en öðlast sjálfstæði og fjölskyldu með ótrúlegri vinnusemi, dugnaði og reisn. Þetta er vitnisburður um tilveru fjölskyldu sem berst áfram til stöðugt betri ytri aðstæðna en sem er markað af djúpum sárum fortíðar. Aðalpersónur bókarinnar eru Hanna, yngsta barnið og móðirin. Bókin hefst á heimsókn Hönnu á bernskuslóðir 25 árum eftir að fjölskyldan flutti í annað kauptún eftir hörmulegt slys þar sem eitt barnanna lét lífið. Í þessum löngu yfirgefna hjalli við sjávarkambinn sækja minningarnar að Hönnu. Við fylgjum Hönnu sem barni eitt ár og jafnframt ferð hennar á æskuslóðir þar sem hún reynir að komast til botns í tilurð slyssins sem varð bróður hennar að bana og hefur æ síðan fylgt henni sem skuggi. Með bættum kjörum þroskast og breytist hugsunarháttur móðurinnar og hún fer að efast um hlutskipti kynjanna sem hún hefur tekið sem sjálfsögðum hlut og gerir sér æ betur grein fyrir þeirri breytingu sem á sér stað á þessum tíma. Persónur eru dregnar skýrum línum og frásagnarstíllinn er álíka einfaldur og aðstæður fjölskyldunnar. Bókin er ljúfsár en jafnframt skemmtileg aflestrar. Hverjar voru aðstæður og kjör fátæks verkafólks í íslenskum sjávarþorpum um miðja síðustuöld? Hvert var hlutskipti kynjanna? Hvernig var að alast upp við þessar aðstæður? Fékkst það sem sóst var eftir? ---

Takk innilega fyrir sendinguna sem rataði í póstlúguna mína í gærmorgun,elsku Sól….ég gat varla lagt bókina frá mér ólestna en er nú búin að klára.Þvílík frásagnarlist ,sterkar myndir bæði ljúfsárar og glettnar í bland sem þú gefur af þér til okkar sem lesum…..Ég á eftir að lesa Arfleifð óttans ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur…Takk kærlega fyrir mig og haltu endilega áfram á þessari braut.Hlýtt rafrænt knús og ástarþakkir fyrir mig…

Búin að lesa mína. Frábær bók. Lýsir svo vel lífinu á þessum tíma. Takk fyrir góða stund í Gunnarshúsi. --

- Elsku Unnur mín, nú er ég búin með bókina þína. Mikið fannst mér gaman að henni, sérstaklega að kynnast þessum tíma, fátæktinni, nægjuseminni - og skemmtikegum persónuleika Hönnu. ---

Heilt búnt af viðbótarhamingjuóskum með fyrstu skáldsöguna þína. ---

Þessa bók verðið þið að lesa. Alveg dásamleg lesning Til hamingju elsku Unnur ---

Skyldulesning fyrir Eskfirðinga sem komnir eru á virðulegan aldur :) ---

Ég las bókin strax þegar ég fékk hana og lagði hana ekki frá mér fyrr en ég lauk henni.

Hafði sérstaka ánægju af lestrinum. Bókin vakti margar spurningar sem ég gjarna vil ræða þegar við hittumst næst. Ég óska þér til hamingju með þessa bók kæra vinkona. --

- Innilegar þakkir fyrir að bjóða okkur á kynningu á nýju bókinni þinn. Mér fannst mjög gaman að lesa hana. Hún er eitthvað svo lík þér. Velti fyrir mér hvort þetta væri barna- eða unglingabók. Það eru svo mörg heilræði til ungra barna. En þau eiga svo sem vel við fullorðið fólk líka. ---

Dásamleg bók, hlátur, grátur, saga, kynjafræði. Í bókinni eru útskýrðir kaflar úr lífi stúlku sem á erfiða æsku en flytur til staðar sem býður upp á ný tækifæri. Stúlkan er dregin skýrum línum, hugrökk, greind, með húmor og stórt hjarta. Það sem truflar hana er einnig dregið skýrum línum og oft augljós tengsl (þó alls ekki truflandi) á leiðinni. Móðirin er jafnframt mjög skýr, einskonar frumgerð fyrir hina duglegu, óeigingjörnu íslensku konu. Hjónin standa frammi fyrir nýjum veruleika á tímum tækifæra sem þau eru staðráðin í að nýta. Gott og duglegt fólk sem vildi ekkert annað en betra líf fyrir börnin sín, yndislegt fólk sem stígur niður fæti á nýjum stað. Stéttaskipting og ójöfnuður er einn af rauðu þráðunum (þemunum). Farið er þó mjög vandlega með málið, hlutlausar lýsingar en mat lagt í hendur lesanda. Fátækt og vinnusemi eru kunnuglegir þræðir úr íslenskum bókmenntum, en einhvern veginn er maður aldrei of oft minntur á þann veruleika sem milljónir bjuggu við og búa enn við um allan heim Kynjamismunun og staðalmyndir um skýrt hlutverk kvenna og karla eru útbreidd og mjög áhugavert að skoða þetta frá þessum tíma og bera saman við nútímann. Hversu skýr sagan er held ég að sé aðalsmerki handritsins. Annað er húmorinn í bókinni sem er frábær. Ég heyri bæði hláturinn í Hönnu og mömmunni. Síðan er einföld en ítarleg lýsing á sjávarþorpi og íbúum þess frá miðri síðustu öld. Þar er sögð mikilvæg saga. Hvernig vinir upplifa heiminn er ómetanlegt. Áfall Hönnu, þegar hún loksins upplifir aðstæður harmleiksins þegar bróðir hennar lést, er mjög sannfærandi. Dásamleg skáldsaga, er bráðum búin með hana (því miður)

. 🤗❣️ Dásamleg bók, svo falleg frásögn vel skrifuð og skemmtileg💖

Elsku Unnur Mikið er þetta falleg saga, frásögnin er svo vel skrifuð full að hlýju og næmni fyrir mannlegu eðli. Skemmtileg en tregafull og lýsandi fyrir tíðarandann sem var á þessum árum.

Takk fyrir þessa fallegu og yndislegu sögu elsku frænka. Hafði mjög gaman að því að lesa hana 🥰

Bókina er að finna á eftirtöldum bókasöfnum:

Bókasafn Fjallabyggðar Ól.

Bókasafn Fjallabyggðar Sigl.

Bókasafn Héraðsbúa

Bókasafn Húnaþings vestra

Bókasafn Kópavogs aðalsafn

Bókasafn Kópavogs Lindasafn

Bókasafn Mosfellsbæjar

Bókasafn Reykjanesbæjar

Bókasafn Seltjarnarness

Bókasafn Seyðisfjarðar

Bókasafn Suðurnesjabæjar

Bókasafn Ölfuss

Bókasafnið í Hveragerði

Héraðsbókas. Skagfirðinga

Héraðsbókasafn Borgarfj.

Héraðsbókasafn Dalabyggðar

Héraðsbókasafn Rangæinga

Amtbókasafnið á Akureyri

Borgarbókasafnið Árbæ

Borgarbókasafnið Bókabíll

Borgarbókasafnið Gerðubergi

Borgarbókasafnið Grófinni

Borgarbókasafnið Grófinni

Borgarbókasafnið Kringlunni

Borgarbókasafnið Sólheimum

Borgarbókasafnið Spönginni

Borgarbókasafnið Úlfarsá

Detta är min senaste diktsamling, dikter och korta berättelser. Pris: 140 kr. plus porto.

Detta är min senaste diktsamling, dikter och korta berättelser. Pris: 140 kr. plus porto.

Liv som rymmer både gråt och humor

Författaren Unnur Sólrún Bragadóttir är från Island, men det är i Simrishamn hennes nya vägar finns. Kulturredaktören Sune Johannesson berörs av hennes senaste diktsamling, ”Sluta gråta, vem bryr sig”. Redan i titeln – ”Sluta gråta, vem bryr sig” – finns viktiga trådar in i läsningen av Unnur Sólrún Bragadóttirs nya bok. För pekar inte en sådan titel på ett visst släktskap med Kristina Lugns kast mellan mörker och humor? Jo, det finns där. Och gråt, liksom tårar, är ord som finns med i många av dikterna. Dessa tårar visar på ett mörker som ofta berör. Ett mörker som innehåller fattigdom, barndomsminnen och en mor som inte orkade bära allt. En dikt avslutas på följande vis: ”Mor jobbade i fryshuset. / Hon fick glada sparpengar. / – Vi är så lyckligt lottade. / Men ibland när hon trodde att jag sov, / hörde jag gråten, ibland.” Ord med en kraft som ett hårt slag, där familjespelet blir lika tydligt som att barnen, dessa våra kloka och viktigaste hjärtan, spelar med i den vuxnes värld men som aldrig låter sig luras. De vet, de ser, de känner och de erfarenheter detta ger dem bär de med sig in i sina egna vuxna liv. Bred helhet Diktsamlingen är uppdelad i grupper med flera korta dikter och där en något längre berättande historia får avsluta varje avdelning. Helheten är bred och rymmer såväl en blick på samhället som könsroller, ibland låter hon humorn sätta hela stämningen och inte sällan visar hon fram en härligt lekfull språkhantering. Som i den mycket fina dikten ”Vi”, som inleds så här: ”Det handlar om oss som är / vi / och vi som ibland är / du och jag, / ibland dujag, / ibland duuuuuu, / ibland jaaaag, / ibland guDJa.” Det här är inte Unnur Sólrún Bragadóttirs första bok där hon väljer att skriva på svenska, istället för på det egna modersmålet isländska, men det hade varit intressant att jämföra hur det påverkar hennes dikter. Bidrar det kanske till och med till en än större spontanitet och lekfullhet? Förändras rytmen? Så är det Alla dikter tycker jag inte hittar helt rätt ton, men sammantaget skapar bokens bredd med flera olika element en härlig variation. Likväl, det är rapporterna från gropen som dröjer kvar hos mig. ”Hennes tårar är mörka. / Hon kan inte somna för snyftningarna. / Sorgen skymmer ljuset. / Så är det.” Så är det. Med just de orden låter hon ett par av dikterna avslutas. Som ett effektfullt sätt att sätta ner foten, samtidigt som jag anar ett hoppfullt litet leende. -

Sune Johannesson

Jag skriver till dig för att berätta om mina tankar när jag läser din ”Sluta gråta, vem bryr sig”. Jag har läst den ett par gånger nu och där är några dikter som berört mig särskilt mycket. ”Att ha en mor” (sid 13) Den här dikten talar direkt till mig om min mor. Jag tror att du också har läst min ”På avstånd” (pandemidagboken) där jag även skriver om min mor utifrån gamla handlingar, brev och foton. Min mor som miste sin mormor när hon var 7 och sin mor när hon var 12 (”det moderlösa barnet”). Min mor bar på en sorg som jag inte har förstått förrän nu i vuxen ålder och efter att ha läst hennes brev och lagt ett pussel med mina egna upplevelser. Den sorgen var inte bara sorgen över de döda utan också sorgen över svek och drömmar som kom på skam. Alla som skriver, kanske särskilt lyrik, tänker mycket på orden. Ordens innebörd, tvetydighet, dubbla betydelser, hur de låter, hur man kan vrida och vända, vilka känslor de framkallar, hur man hittar rätt, fångar dem, tämjer dem. I dikten ”Vi” (sid 10) som jag tycker mycket om gör du just detta, vrider och vänder på ett lustfyllt sätt, men samtidigt får du fram ett allvarligt budskap. Andra ”ord-dikter” som berör mig mycket är ”Förstår du?” (sid 51) och ”Inuti” (sid 53). Jag skriver också dikter om just ord. Här har du en: Klumpar av mörker fastnar i väven klibbar mellan trådarna och ingenting av allt som hände när de sköra orden vande sig att vistas mellan tystnaden och tanken kunde få vargarna att sluta yla. Andra dikter om orden är de som handlar om den svåra kommunikationen mellan man och kvinna. ”Missförstånd” (sid 61) är en sådan där du på ett så underbart och enkelt sätt beskriver detta och med metaforer som ligger mig varmt om hjärtat. ”Helt plötsligt” (sid 26). Ja, döden kommer väl ofta helt plötsligt, något som vi i vår ålder blir smärtsamt eller kanske stillsamt medvetna om. En mycket fin dikt, lågmäld, insiktsfull, lugnt kapitulerande. Jag känner igen mig och har försökt uttrycka detsamma i min dikt ”En sista utpost” (sid 40 i ”Vingar och verser”). Sedan har vi ”hon-dikterna”, med en hon som kan vara ersättare för ett jag, kanske när det är för svårt att vara jag eller för att generalisera. Jag skriver också ”hon-dikter” och jag ser likheter med dina. De beskriver ofta mycket personliga och starka känslor. Stor dramatik som i ”Nu vet hon” (sid 44) eller mera lågmält som i ”Våra stjärnor” (sid 33) och ”Den tiden, den sorgen” (sid 16), alla mycket fina och starka. Här har du en av mina hon-dikter: Kvinnan i regnet står alldeles stilla blick utan blänk som uppgiven våris i slutet av mars innan sprickorna blottar all hennes skam som giftiga oljor i växande sjok av döende fiskar katastrofen rullar in hon stiger på visar sin biljett. Det är inte lätt att ge uttryck för när man känner sorg. Men det lyckas du göra väldigt fint i ”Tystnaden” (sid 59). Tomheten, saknaden som förlamar och som gör att man inte hittar ord att klä känslan i. Av dina underfundiga mininoveller var ”Ångest” (sid 44) och ”Okunnighet” (sid 71) de som jag tyckte bäst om. Drömhunden som ingen förstår sig på eller vill erkänna är helt underbar, särskilt berättelsens sista mening. Och den handlingskraftiga flickan som sågar upp fönster mot grannarna är så galet självklar. En mycket rolig berättelse med stort djup. Tack för fin och givande läsning!

.

Om ni vill köpa Stickade vantevisor, kan ni mejla till mig: unnursolrun@gmail.com 

Boken kostar 110 SEK plus portokostnad,

35 kr inom Sverige, 60 kr utomlands

(beloppet kan swishas)

Se också: www.odukat.se 

Jag på bokmässan i Lund med min nya bok, Stickade vantevisor.

Jag på bokmässan i Lund med min nya bok, Stickade vantevisor.

Här under kan ni se tidningsartiklar som kombineras med diktsamlingen  Ljus utan veke, som kom ut för ett år sedan.

Här under kan ni lyssna på två dikter från boken. På sidan Dikter, kan ni lyssna på flera.